Vestfirðir: íbúum fjölgar um 0,6%

Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Íbúum með lögheimili á Vestfjörðum hefur fjölgað um 41 frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 og voru þeir þá 7.411. Fjölgunin er 0,6%. Á landsvísu fjölgaði um 4.446 á sama tíma eða um 1,1%. Mest var fjölgunin 3,0% á Suðurnesjum.

Í fyrsta sinn á þessari öld eru íbúar í Bolungavík fleiri en 1.000 á skrá Hagstofunnar. Um síðustu mánaðamót voru 1.003 íbúar í sveitarfélaginu. Fjölgað hefur um 14 manns frá 1. desember. Í Ísafjarðarbæ fjölgaði um 10 og voru íbúar 3.882 þann 1. maí. Áfram fjölgar í Vesturbyggð og voru 1.183 íbúar í sveitarfélaginu um mánaðamótin. Fjölgaði um 9 manns frá 1. desember 2022.

Alls fjölgaði í 8 sveitarfélögum á Vestfjörðum og aðeins í Tálknafjarðarhreppi fjölgaði ekki, en þar stóð íbúatalan í stað 268.

DEILA