Ísafjörður: nýja slökkvistöðin á Suðurtanga

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ákvað á miðvikudaginn að  gera ráð fyrir byggingu nýrrar slökkvistöðvar í nýju skipulagi á Suðurtanga, en fyrirhugað er að hefjast handa árið 2029, skv. núgildandi framkvæmdaáætlun.

Um Æðartanga 4 segir í valkostagreiningu Verkís að um er að ræða óbyggða lóð á nýju atvinnusvæði á Suðurtanga og er hún 3961 m² að stærð. Þá segir:

„Staðsetningin hefur marga mikilvæga kosti og enga augljósa ókosti. Lóðin liggur nokkuð vel við samgöngum og tiltölulega greiðum leiðum. Unnið er að uppbyggingu innviða en óvissa er um byggingarhæfi lóðar. Einnig er lóðin nærri helstu útkallssvæðum og líklegt er að margir í útkallsliði búi í nokkuð nálægt. Lóðin rúmar vel starfsemi slökkviliðs og góðir möguleikar eru til stækkunar fyrir tengda starfsemi s.s. lögreglustöð, að því gefnu að teknar verði frá aðliggjandi lóðir fyrir þá starfsemi. Starfsemin og útlit bygginga fellur vel að aðliggjandi byggð og skipulagi.“

Stærð byggingar getur verið allt að 3961 m² og allt að 8,7 m að hæð. 24-32 m hæðartakmörkun er vegna
Ísafjarðarflugvallar. Tveggja hæða bygging getur rúmast innan þeirra hæðarmarka. Svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi, en slökkvistöð getur fallið undir þá skilgreiningu.

DEILA