Vestfirðir: Viðbragðsáætlun vegna hópslysa

Út er komin viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum. Hún er unnin af embætti ríkislögreglustjóra, embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum og almannavarnarnefndum Bolungarvíkur, Ísafjarðar og Súðavíkur, Reykhóla og Stranda Vesturbyggðar og Tálknafjarðar.

Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð viðbrögð við hópslysum og að þolendum berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en felur ekki í sér endanleg fyrirmæli. Þannig getur lögreglustjóri ákveðið breytta starfstilhögun með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjórans, ber ábyrgð á virkni áætlunarinnar og þessir aðilar vinna saman að uppfærslum og lagfæringum á henni en ritstjórn er á ábyrgð almannavarnadeildar. Áætlunin skal uppfærð á a.m.k. þriggja ára fresti en boðunarlista hjá Neyðarlínunni skal uppfæra eins oft og þörf krefur og eigi sjaldnar en árlega.

Aðgerðastjórn er ein fyrir alla Vestfirði, og starfar á Ísafirði. Er hún bakland þeirra þriggja vettvangsstjórna á Vestfjörðum.

Neyðarlínan 112 annast boðun og er vetsfjörðum skipt í fjögur svæði

Viðbragðsáætlunin er nákvæmlega útlistuð á 50 bls. Unnt er að senda athugasemdir við hana á netfangið almannavarnir@almannavarnir.is.

DEILA