
Samdráttur í aflaheimildum um liðlega 20% a tveimur árum í þorski eru farin að segja til sín og hafa áhrif á sóknina. Í febrúar koma aðeins 860 tonn að landi í Bolungavíkurhöfn.
Sem fyrr var Sirrý ÍS aflahæst með 440 tonn í sex veiðiferðum. Þrír línubátar voru á veiðum í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS landaði 144 tonnum eftir 17 veiðiferðir og Jónína Brynja ÍS 155 tonnum eftir jafnmarga róðra. þriðji línubáturinn var Indriði Kristins BA, hann fór 11 róðra og kom með 119 tonn.