Árbók Barðastrandarsýslu 2022 komin út

Kápumynd árbókarinnar. Myndin er tekin niður Bjarngötualinn á Rauðasandi. Mynd: Gunnlaugur Júlíusson.

Út er komin 33. árgangur Árbókar Barðastrandarsýslu. Útgefandi er Sögufélag Barðastrandarsýslu. Ritstjóri árbókarinnar er Daníel Hansen og aðrir í ritnefnd eru Jónína Hafsteinsdóttir, Ólafur B. Thoroddsen, Gísli Már Gíslason og Haraldur Þorsteinsson. Formaður Sögufélagsins eru Egill Össurarson.

Árbókin er mikil að vöxtum, nærri 200 blaðsíður og 18 greinar eftir 15 höfunda. Í upphafi eru kveðjuorð um tvo látna félagsmenn. Hjörleifur Guðmundsson, Patreksfirði var lengi formaður Sögufélagsins og vann ötullega að útgáfu árbókarinnar. Hann lést í janúar 2022, skömmu eftir að hann lét af störfum sem formaður félagsins. Ari Ívarsson, Melanesi á Rauðasandi lagði mikið af mörkum til árbókarinnar með fróðleik sem hann tók saman. Ari lést einnig í janúar 2022.

Meðal efnis í árbókinni eru þrjár greinar um Breiðafjarðareyjar eftir Andrés Straumland, Jóhannes G. Gíslason og Eystein G. Gíslason Grein Andrésar nefnist Hvað býður ykkar, Breiðafjarðareyjar og birtist fyrst í Breiðfirðingi 1943. Á þim tíma fór byggð í eyjunum hnignandi og velti Andrés fyrir sér hver framtíð eyjanna yrði, sem höfðu langt svo mikið til viðreisnarbaráttu þjóðarinnar á 18. og 19. öld. Fjörtíu árum síðar skrifaði Eysteinn G. Gíslason í Breiðfirðing nokkurs konar framhaldsgrein sem hann nefndi Hvað beið ykkar, Breiðafjarðareyjar. Rakti Eysteinn að framfarir væri þrátt fyrir allt í eyjunum í fjarskiptum, samgöngum og aðstöðu og þótt fiskimið hefðu verið eydd væru nytjar á hlunnindum enn stunduð og aukin ásókn í dvöl í lítt snortinni náttúrunni. Þriðju greinina skrifar svo Jóhannes Geir Eysteinsson og segja má að hún sé framhald hinna tveggja og birtist fyrst í Árbókinni nú. Sú grein heitir Hvers eruð þið megnugar, Breiðafjarðareyjar? Þráðurinn frá fyrri greinunum tveimur er spunnin áfram og óhætt er að segja að Jóhannes telur eyjarnar vera ýmislegs megnugar þrátt fyrir breytt þjóðfélag.

DEILA