Ríkisendurskoðun: segir ranglega að fiskeldisleyfi í Noregi séu tímabundin

Gunnar Davíðsson, deildarstjóri Troms og Finnmerkurfylkis. mynd: Gunnar Þórðarson.

Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi segir í kafla 6.5 um eignfærslu rekstrarleyfa að í Noregi byggist framkvæmd hliðstæðra laga um fiskeldi á því að rekstrarleyfin séu tímabundin.

Gunnar Davíðsson er deildarstjóri þeirrar deildar hjá Troms og Finnmerkur fylki sem gefur út leyfi til fiskeldis í fylkinu. Gunnar segir að leyfi til fiskeldis í Noregi séu ótímabundin eignarleyfi nema einstaka sérleyfi sem eru tímabundin. Hann telur að 80 – 90% leyfanna séu ótímabundin eignarleyfi.

Hér á landi eru leyfin gefin út til 16 ára.

DEILA