Tvær útgerðir á Vestfjörðum í mál við íslenska ríkið

Þingeyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í næstu viku, þann 31. janúar , er aðalmeðferð í máli tveggja útgerðarfélaga á Vestfjörðum gegn íslenska ríkinu á dagskrá Landsréttar. Um er að ræða áfrýjun á dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 13. október 2021 þar sem ríkið var sýknað af kröfum útgerðarfélaganna.

Stefnendur eru Útgerðarfélagið Otur ehf. og Siglunes hf., báðir til heimilis að Hafnarstræti 23, 470 Þingeyri. Stefnendur gerðu þá kröfu að viðurkennt verði með dómi að stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni sem stefnendur urðu fyrir vegna úthlutunar byggðakvóta Þingeyrar í Ísafjarðarbæ fiskveiðiárin 2018/2019, 2019/2020, 2020/2021, 2021/2022, 2022/2023 og 2023/2024, auk málskostnaðar.

Með auglýsingu 21. febrúar 2018 auglýsti stjórn Byggðastofnunar eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótar-aflaheimilda,m.a. á Þingeyri.

Meginmarkmið verkefnisins væri að auka byggðafestu í þeim sjávarbyggðum sem standa frammi fyrir alvarlegum vanda vegna skorts á aflaheimildumog hafa takmarkaða möguleika á annarri atvinnuuppbygginguvegna fámennis og fjarlægðar frá stærri byggðakjörnum. Í því skyni væri stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem skapaði og viðhéldi sem flestum heilsársstörfum við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,til lengri tíma. Endanlegt val á samstarfsaðilum byggðistá trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi, svo og fjöldaheilsársstarfa fyrir bæði kyn, og sem bestri nýtingu veiðiheimilda sem fyrir væru í byggðarlaginu. Horft væri til þess að starfsemin drægi sem mest úr óvissu, og hefði jákvæð áhrif á önnur fyrirtæki og samfélagið og byggðist á traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjenda.

Stefnendur sóttu um úthlutun á 500 þorskígildistonna aflamarki til næstu sex fiskveiðiára, með umsókn dagsettri 9. mars 2018. Í umsókninni kom fram aðumsækjandi legði fram allt að 800 til 1.500 þorskígildistonn á ári sem mótframlag inn í verkefnið. Þá var gerð grein fyrir fyrirhuguðu samstarfivið atvinnurekendur á starfssvæðinu um löndun afla tilfiskvinnslu og tekið fram að stefnendur ættufiskvinnsluhúsið að Hafnarstræti 23á Þingeyri.Áætlanir gerðuráðfyrir fiskvinnslu á allt að 2-4 þúsund tonnumá ári næstu sex árin. Í umsókninni er tekið fram að 55 ársverk verði til við fiskvinnslu, veiðar, beitningu og önnur afleidd störfog stefnt sé að því að fjölga þeim enn frekar með því að auka varanlegar aflaheimildir og hráefnisöflun fyrir fiskvinnsluna, þannig að framleiðsla hennar verði allt að 2–4 þúsund tonn á ári.

Stjórn Byggðastofnunar ákvað 20. júní 2018, að hafna umsókn stefnenda um úthlutun aflaheimilda en ganga til samninga við Íslenskt sjávarfang ehf. um nýtingu 500 þorskígildistonna aflamarks Byggðastofnunar á Þingeyri til fiskveiðiársins 2023/2024.

Stefnendur kærðu í sept 2018 ákvörðunina til atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins sem staðfesti í júní 2020 ákvörðun Byggðastofnunar.

Stefnendur voru ósáttir við þessa ákvörðun og töldu óhjákvæmilegt að fá fram niðurstöðu dómstóla um lögmæti ákvörðunarinnar og viðurkenningu á rétti þeirra til skaðabóta vegna hennar.

Af hálfu stefnenda var fyrir dómi haldið fram að við blasdi mikilvægi þess að aflaheimildirnar færu til fiskiskipa sem gerðu út frá Þingeyri og að aflinn yrði unnin þar. Ekkert hafi verið hugað að þessu grundvallaratriði í ákvörðun Byggðastofnunar og mat stofnunarinnar á umsókn þeirra sé þar af leiðandi rangt ómálefnalegt og bersýnilega ósanngjarnt, sem leiði til þess að stjórnvaldsákvörðunin hafi verið haldin efnisannmarka og því ólögmæt og ógildanleg.

Þegar umsókninni var skilað hafi stefnendur átt varanlegar aflaheimildir sem námu tæplega 800 þorskígildistonnum. Stefnendur hafi verið og séu með línu-og handfærabáta skráða á Þingeyri og eigi sérhannað 820 m² nýlegt fiskvinnsluhús á Þingeyri sem sé vel tækjum búið með kælumog frystum sem tæki ekki meira en örfáa dagaað koma í notkun. Þeir hafi bætt við sig nýju útgerðarfélagi sem geri út bát sem skráður er á Þingeyri.Stefnendur hafi leigt aflaheimildir fyrir bátinn og veitt 643.695 þorskígildistonn fiskveiðiárið 2018/2019 og 960.275 þorskígildistonn fiskveiðiárið 2019/2020. Þá hafi þeir einnig bætt við sig nýjum bát sem skráður er á Þingeyri og gerir út á strandveiðiauk þess að vera með í smíðum 30 tonna línubátssem afhentur verði vorið 2021.

Bátur frá Vestmannaeyjum veiddi byggðakvótann og landaði aldrei á Þingeyri

Stefnendur vísa til þess að til samanburðar eigi Íslenskt sjávarfang ehf. hvorki báta né veiðarfæri og engar aflaheimildir. Félagið sé ekki með lögheimili á Þingeyri heldur í Kópavogi. Mótframlag félagsins hafi komið frá smábátaeigendum sem eigi ekki varanlegar aflaheimildir heldurhafi fengið byggðakvóta frá Fiskistofu. Félagið hafi ekki staðið við samkomulagið um aukna byggðafestu á Þingeyri, dags. 24. apríl 2015, hvorki við að halda uppi heilsársvinnu fyrir a.m.k. 30 manns á samningstímanum né að vinna úr að lágmarki 2.000 þorskígildistonnum á ári í fiskvinnslu félagsins á Þingeyri. Bátur frá Vestmannaeyjum hafi veitt um það bil 80% af hinum sértæka byggðakvóta á Þingeyri en sá bátur hafi aldrei landað á Þingeyri. Í þeim tilvikum sem báturinn hafi landað fyrir vestan hafi það verið á Ísafirði, og hafi aflinn þá verið keyrður suður í Kópavog og meðhöndlaður þar.

Stefnendur telja úthlutun byggðakvótans ólögmæta og hafi valdið þeim skaða, þar sem það sé tekjutap að verða af úthlutun án endurgjalds.

Ríkið mótmælti og telur úthlutunina hafa verið lögmæta og málefnalega og segir að Íslenskt sjávarfang ehf. hafi staðið við samkomulag um aukna byggðafestu á Þingeyri frá 24. apríl 2015. Því séu skilyrði skaðabótaréttar um saknæma og ólögmæta háttsemi ekki uppfyllt í málinu. Jafnvel þó að einhverjir annmarkar kynnu að hafa verið á ákvörðun Byggðastofnunar þá séu þeir ekki þess eðlis að leiða eigi tilbótaskyldu stefnda gagnvart stefnendum.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að af gögnum málsins og skýrslutöku sérfræðinga Byggðastofnunar megi ráða að reynsla Íslensks sjávarfangs ehf. af starfrækslu fiskvinnslu á Þingeyri hafi ráðið úrslitum við mat á því hverjum ætti að veita umræddar aflaheimildir. Stefnendur hafi ekki haft slíka reynslu heldur haft uppi áform um að hefja slíka vinnslu.

Umsóknirnar hafi verið bornar saman og að virtum þeim samanburði hafi það verið mat stjórnar Byggðastofnunar að það samstarf sem hafði verið í gangi árin á undan væri trúverðugra en áætlanir stefnenda um uppbyggingu. Sú ákvörðun að úthluta Íslensku sjávarfangi ehf. áframhaldandi aflaheimildum hafi byggst á því að viðhalda stöðugleika og tryggja ákveðin fyrirsjáanleika í atvinnustarfsemi í byggðarlaginu.Verður ekki fallist á að sú ákvörðun hafi bersýnilega verið röng eða byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum.

að landa til vinnslu þýðir….

Þá segir í dómnum að sú túlkun Byggðastofnunar að orðalag ákvæðisins um að landa afla „til vinnslu“verði að skilja með þeim hætti að því sé ætlað að tryggja að aflanum verði komið til vinnslu á Þingeyri enda þótt honum sé ekki landað þar feli ekki í sér saknæma háttsemi af hálfu Byggðastofnunar, þannig að leiði til skaðabótaskyldu stefnda.

Í lokaorðum héraðsdóms segir að farið hafi fram heildstæður samanburður á umsækjendum.

„Fjárhagsstaða stefnenda var talinn traustari og stefnendur höfðu yfir að ráða aflaheimildum sem skráðar voru á báta sem gerðir voru út frá Þingeyri. Reynsla Íslensks sjávarfangs ehf. af fiskvinnslu á Þingeyri lá hins vegarfyrir. Þó að hún væri ekki hnökralaus þá var hún talin vel viðunandi,ekki síst ljósi þess hve rekstur fiskvinnslu gengur erfiðlega víða um land. Íslenskt sjávarfang ehf. hafði yfir að ráða betra fiskvinnsluhúsi og hafði náð að tryggja sér nægjanlegan flutning á afla til vinnslu á Þingeyri. Niðurstaðan úr þessum samanburði var sú að hafna umsókn stefnenda. Verður ekki fallist á að við þá ákvörðun hafi skort á að byggt væri á heildstæðum samanburði á umsækjendum.“

Kröfu stefnenda var hafnað en málskostnaður felldur niður.

2í sjávarútvegi sem skapaði og viðhéldi sem flestum heilsársstörfum við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,til lengri tíma. Endanlegt val á samstarfsaðilum byggðistá trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi, svo og fjöldaheilsársstarfa fyrir bæði kyn, og sem bestri nýtingu veiðiheimilda sem fyrir væru í byggðarlaginu. Horft væri til þess að starfsemin drægi sem mest úr óvissu, og hefði jákvæð áhrif á önnur fyrirtæki og samfélagiðog byggðistátraustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjenda

DEILA