Ríkið leggur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til 12,2 m.kr. á þessu ári vegna nemenda sem þurfa að sækja tónlistarskóla utan síns sveitarfélags. Jöfnunarsjóðurinn greiðir fjárhæðina til lögheimilssveitarfélagsins sem skal tryggja að framlögin renni til kennslu í viðurkenndum tónlistarskóla.
Framlag á hvern nemanda fyrir skólaárið 2022-2023 er 553.688 krónur og samþykktar voru umsóknir fyrir 22 nemendur. Heildarupphæð framlaga er því um 12,2 milljónir króna sem greiðist í jöfnum greiðslum á tólf mánuðum.
Á Vestfjörðum eru tvö sveitarfélög sem fá framlög úr Jöfnunarsjóðnum. Vesturbyggð fær 1,1 m.kr. vegna tveggja nemenda og Strandabyggð fær 553.688 kr vegna eins nemanda.
Hæst eru framlögin til sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og þau eru engin á höfuðborgarsvæðið og á Suðurnesjum.
