Patrekshöfn: 547 tonna afli í september

Patrekur BA kemur inn til löndunar í Patrekshöfn. Mynd: Patrekshöfn.

Alls bárust 547 tonn af bolfiski að landi í Patrekshöfn í síðasta mánuði. Mest var veitt á línu og var það Núpur BA sem var með 261 tonn í mánuðinum í 7 veiðiferðum. þrír bátar voru á dragnótaveiðum og öfluðu þeir samtals 215 tonn. Patrekur BA var þeirra aflahæstur með 130 tonn, Esjar SH landaði 52 tonnum og Saxhamar SH var með 32 tonn.

Þá voru 8 bátar á handfærum og komu þeir samtals með 71 tonn að landi.

DEILA