Tálknafjörður: Strandgatan malbikuð

Fyrir nokkrum dögum var malbikunarflokkur á ferðinni á Tálknafirði og malbikaði Strandgötuna, Lækjargötuna, hluta af Hafnarsvæðinu og eitthvað á vegum einkaaðila líka. Það er mikill munur á umhverfinu eftir þessar malbikunarframkvæmdir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af vef sveitarfélagsins.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að vinnu við Strandgötuna á Tálknafirði sé ekki lokið þetta árið. Næstu vikurnar verður unnið við stéttar, kanta, lýsingu og Bent er á að vegna þessa er möguleiki á því að götulýsing við Strandgötuna verði ekki með besta móti á fyrstu dögum haustsins en það muni lagast þegar líður nær lokum framkvæmda.

vinna við lagnir sem liggja undir íbúagötum fer fram síðar í haust. Síðar er stefnt að því að framtíðarfrágangur á yfirborði þeirra gatna verði kláraður á árinu 2023.

DEILA