Póstkort frá París : tvennir tónleikar um næstu helgi

Póstkort frá París er yfirskrift tveggja tónleika sem haldnir verða 19. og 20. ágúst þar sem fram koma þau Hlín Pétursdóttir Behrens sópransönkona og Hrólfur Vagnsson harmonikuleikari. Þau hafa komið fram á erlendri grundu um nokkurra ára skeið undir nafninu “Islandtief” sem þýðir lægð yfir Íslandi og er eitthvað sem flestir á meginlandi Evrópu kannast við úr veðurspánni – og boðar yfirleitt ekki gott. En dúettinn flytur litríkra tónlist frá Frakklandi og Suður-Ameríku auk þess að leita fanga í fjársjóði íslenskra sönglaga og þjóðlagahefðar, þar sem finna má bæði seiðandi sveiflu og tregafulla tóna.

Fyrri tónleikarnir verða föstudaginn 19. ágúst kl. 20.00 í Einarshúsinu á Bolungarvík. Upplagt að fá sér kvöldverð þar fyrir tónleikana. Aðgangseyrir er kr. 2.000.

Seinni tónleikarnir eru sannkölluð ævintýraferð. Laugardaginn 20. ágúst kl. 18.00 verður siglt af stað frá Bolungarvík til Hesteyrar með Hornstrandaferðum. Við komuna er boðið upp á ljúffenga fiskisúpu í Læknishúsinu en tónleikarnir eru í gamla skólahúsinu. Svo er hægt að gæða sér á nýbökuðum pönnukökum með kvöldkaffinu áður en siglt er til baka. Heildarverð fyrir siglingu, veitingar og tónleika eru kr. 15.000, miðabókanir á hornstrandaferdir.is/tonleikar

DEILA