Tónleikar um helgina: dúóið Þau

ÞAU eru Rakel Björk Björnsdóttir, söng- og leikkona, og Garðar Borgþórsson, tónlistarmaður. ÞAU fagna útgáfu plötu sinnar „ÞAU taka Vestfirði“ með veglegri tónleikaröð á Vestfjörðum í júlí.
Platan „ÞAU taka Vestfirði“ er komin út á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Um er að ræða frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld.

Í tilkynningu um tónleikana segir að í verkefninu felist „rannsókn á gömlum og nýjum ljóðatextum þar sem sameinast gamlar raddir og ungar í blóma. Fortíð hittir nútíð og ljóðin öðlast framhaldslíf í vönduðum tónlistarflutningi.“

Höfundar ljóðanna eru Eiríkur Örn Norðdahl, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Halla skáldkona Eyjólfsdóttir, Herdís og Ólína Andrésardætur, Jakobína Sigurðardóttir, Jón úr Vör, Ólína Þorvarðardóttir, Steingerður Guðmundsdóttir, Steinn Steinarr og Tómas G. Geirdælingur. Tímabil ljóðanna nær yfir 100 ár.

Fyrstu tónleikarnir voru í gærkvöldi í Heydal í Mjóafirði í Ísafjarðadjúpi. Þrennir tónleikar verða um helgina.

16. júlí (lau) – Húsið, Ísafirði kl. 22:00.
20. júlí (mið) – Vagninn, Flateyri kl. 21:00.
22. júlí (fös) – Flak, Patreksfirði kl. 21:00.

FRÍTT INN!

 

DEILA