Eyjólfur Ármannsson: ekki fylgjandi gjaldi af umferð um jarðgöng

„Ég er ekki fylgjandi gjaldi af umferð um jarðgöng“ segir Eyjólfur Ármannsson, alþm. Flokks fólksins aðspurður um afstöðu hans til áforma um gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi, sem lýst er í samþykktri samgönguáætlun.

„Jarðgangaþörf er fyrst og fremst á landsbyggðinni og í hinum dreifðu byggðum, sérstaklega á Vestfjörðum og Austfjörðum. Mjög brýnt er að farið verði sem allra fyrst í Súðavíkurgöng, og gögnin um Mikladal og Hálfdán. Það er mikilvægt vegna öryggis vegfarenda og atvinnulífs. Þessi göng ætti ríkið að bjóða út í einu lagi og fá fram samlegðaráhrif  við gangagerðina. Fráleitt væri að krefjast gjaldtöku af umferð um þessi jarðgöng af augljósum ástæðum.“

Skattur á landsbyggðina

„Gjaldtaka af umferð um slík jarðgöng væru ekkert annað en skattur á landsbyggðinni og þá umferð sem færi þar um. Gjald af umferð um jarðgöng kæmi einnig verst við fólk sem býr við sárafátækt. Jarðgöng á að fjármagna með skattpeningum. Bifreiðaskattar eru mjög háir í landinu og ber að nýta þá til jarðgangagerðar á landsbyggðinni.“

.