Strandabyggð: laun sveitarstjóra 1.285.411 kr

Laun Þorgeirs Pálssonar sveitarstjóra og oddvita í Strandabyggð eru 1.285.411 kr. á mánuði skv. því sem fram kemur í ráðningarsamningi. Er miðað við að þau séu jöfn þingfararkaupi. Innifalið eru laun fyrir starf oddvita og eru þau metin sem 10% af laununum. Þorgeir fær greitt fyrir akstur á vegum sveitarfélagsins skv akstursdagbók. Auk þess fær hann fartölvu og síma til afnota.

Gagnkvæmur þriggja mánaða uppsagnarfrestur er í samningnum og ef sveitarstjóri er í starfi út kjörtímabilið fær hann þriggja mánaða biðlaun, nema til endurrráðningar komi, þá falla þau niður. Þorgeiri er heimilt að taka að sér stundakennslu við háskóla á Íslandi. Önnur launuð störf er honum óheimilt að taka að sér nema með skriflegu samþykki varaoddvita og oddvita A lista.

Undir samninginn rita Þorgeir Pálsson og Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir varaoddviti.