Íslandsbanki: Jakob Valgeir keypti fyrir 936 milljónir króna

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að birta lista yfir kaupendur að hlutafé í Íslandsbanka. Alls er um að ræða 209 fjárfesta sem keyptu fyrir 52,65 milljarða króna. Lífeyrissjóðir keyptu mest og var Gildi þar með 3,5 milljarða króna kaup. Jakob Valgeir er í 17. sæti yfir þá sem mest keyptu en hann keyti 8 milljón hluti fyrir 936 milljónir króna. Þá má sjá að Hinrik Kristjánsson og Jón Þorgeir Einarsson keyptu hvor um sig 187.601 hluti fyrir 21,9 m.kr.

Listinn: Afrit af Áskrifendur í útboði með tilboðsfyrirkomulagi.xlsx (stjornarradid.is)

DEILA