Súgfirðingar fóru bónleiðir til búðar

Þegar íbúar Suðureyarar urðu varir við það að olía væri í tjörninni sem og í sjónum kom það fljótt í ljós að endur og annað fiðurfé myndi bera talsverðan skaða af og jafnvel gjalda fyrir slysið með lífi sínu, ef ekkert væri að gert. Hópur fólks tók sig því saman og hófst handa við að þrífa, þurrka, vakta og fæða þá fugla, sem hægt var að ná og hefur þessi vinna staðið yfir síðan á laugardagsmorgun eða í tæpa fimm sólahringa þegar þetta er skrifað. Lang stærsti hlutinn er æðarfugl en stofn þessi er friðaður og hefur verið það síðan 1847. Þeir sem að björguninni stóðu auglýstu eftir uppþvottalegi og handklæðum til björgunarinnar og ekki stóð á Súgfirðingum.

Hópurinn hafði samband við orkubússtjóra og óskaði eftir fjárhagslegum stuðningi frá Orkubúinu til að mæta kostnaði við björgunina og var hópnum tjáð að ekki myndi vera sett fé í þessa aðgerð af hálfu Orkubúsins sem er í hrópandi ósamræmi við yfirlýsingar orkubússtjóra í sjónvarpsfréttum RÚV í gær, 9. mars. en hér eru ekki stórar fjárhæðir til umræðu. Þess má geta að í sama samtali var ýjað að því að öll þau fjárútlát sem Orkubúið verður fyrir vegna stuðning við framtak þetta gæti komið niður á neitendum með einum að öðrum hætti.  Það væri því þjóðráð ef orkubússtjóri gæti upplýst Vestfirðinga um hvort búast megi við hækkun á gjaldskrá Orkuveitunnar.

Það er ósk mín og trú að Orkubú Vestfjarða sjái þetta ómetanlega- og óeigingjarnastarf réttu augum og snúi þeirri stefnu sinni við er varðar stuðning við framtakið með fjárhagslegum hætti. Augljóst er að þetta verkefni verður langt í frá að vera það dýrasta sem ráðist verður í af hálfu Orkubúsins í Súgandafirði á þessu ári.

Það liggur því fyrir að ef ekkert verður að gert munu þeir fluglar sem bjargað hefur verið mæta grimmum örlögum sínum en með engan fituforða sökkva fuglarnir og drukkna. Ásamt því mun öll sú vinna sem farið hefur í björgunina vera til einskis.

Mig langar að nýta þetta tækifæri og koma þökkum til þeirra sem að björgun hafa staðið fyrir þetta ómetanlega og einstaklega ósérhlífna framtaks.

Mel vinsemd og virðingu,

Aðalsteinn Egill Traustason

DEILA