Lífeyrissjóðirnir og hyldýpi gleymskunnar

Við Íslend­ingar teljum okkur búa við gott vel­ferð­ar­kerfi og berum okkur í því sam­bandi oft saman við frændur okkar á Norð­ur­lönd­um. Okkur er tamt að halda því fram að við séum oft og iðu­lega best meðal þjóða. Þessi til­hneig­ing kom ekki síst fram á fyrstu árum þess­arar aldar og allt fram að hruni fjár­mála­mark­að­anna haustið 2008.

Eitt af því sem ein­kennir gott vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag er hvernig er búið að eldri borg­urum og öryrkj­um, m.a. hversu traust líf­eyr­is­kerfið er og hvort almenn sátt ríki meðal þjóð­ar­innar um þennan mik­il­væga þátt í vel­ferð­ar­kerf­inu. Það er skoðun margra, ekki síst eldri borg­ara og öryrkja að núver­andi líf­eyr­is­kerfi sé ósann­gjarnt og að sú breyt­ing sem var gerð á lögum um almanna­trygg­ingar haustið 2006 hafi verið mis­tök og í engu sam­ræmi við þau fyr­ir­heit sem gefin voru við stofnun almennu líf­eyr­is­sjóð­anna árið 1969. Skal nú vikið að þeim aðdrag­anda öllum því hann skiptir miklu máli í dag.

Líf­eyr­is­sjóðir í kjöl­far krepp­unnar

Árið 1969 ríkti hér á landi mikil efna­hags­leg kreppa sem má rekja til hruns síld­ar­stofns­ins og mik­ils verð­falls fiskaf­urða á erlendum mörk­uð­um. Hér ríkti mikið atvinnu­leysi og land­flótti, sér­stak­lega til Norð­ur­landa, einkum til Sví­þjóð­ar. Með hlið­sjón af bágu efna­hags­á­standi og atvinnu­leysi er ekki út í hött að spurt sé hvers vegna í ósköpum verka­lýðs­hreyf­ing­unni hafi dottið hug að stofna og starf­rækja líf­eyr­is­sjóði við þessar aðstæð­ur?

Hér kemur margt til álita því krafan um stofnun líf­eyr­is­sjóða var ekki uppi á borð­inu hjá Alþýðu­sam­bandi Íslands í árs­byrjun 1969. Í masters­rit­gerð Sig­urðar E. Guð­munds­sonar í sagn­fræði, sem heitir „Líf­eyr­is­sjóðir 1960-1980“, er fjallað nokkuð ítar­lega um til­drög þess að samið var um almennu líf­eyr­is­sjóð­ina í maí 1969. Hér skal sú atburða­rás ekki rakin að öðru leyti en því að hug­mynd þess efnis til lausnar kjara­deil­unnar kom til umræðu í sér­stakri sátta­nefnd í mars­mán­uði á því sama ári. Eins og oft vill verða í kjara­deilum getur til­lagan hafa fæðst í flóknum samn­inga­við­ræðum ein­stakra samn­inga­manna. Nú er rúm hálf öld liðin frá þessum atburðum og fáir enn á lífi sem sátu við samn­inga­borð­ið, en þó er þörf á því að rifja upp umræður og ákvörðun um sér­stakan við­bót­ar­líf­eyri í Sví­þjóð, Dan­mörku og Nor­egi, sem sam­þykkt var á þjóð­þingum við­kom­andi landa sem við­bót við almanna­trygg­inga­lög­in, en ekki með stofnun líf­eyr­is­sjóða sem var reyndin hér á Íslandi.

ATP á Norð­ur­löndum

Umræður um sér­stakan við­bót­ar­líf­eyri við grunn­líf­eyri almanna­trygg­inga hófust í Sví­þjóð árið 1957 og náði loks fram að ganga á þjóð­þing­inu 1960. Um var að ræða tekju­háðan og sjóðs­mynd­andi líf­eyri fyrir alla laun­þega, sem kæmi til við­bótar grunn­líf­eyri almanna­trygg­inga. Danir fylgdu í kjöl­farið árið 1964 og síðan Nor­egur 1967. Þetta við­bót­ar­kerfi fékk alls staðar í þessum löndum skamm­stöf­un­ina ATP (Ar­bejds­mar­kedets Til­læg­spension). Á síð­ustu öld réðu jafn­að­ar­menn lögum og lofum á Norð­ur­löndum og voru því í for­ystu við upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerfa þess­ara landa. Hér á landi var hið póli­tíska lands­lag með öðrum hætti. Alþýðu­flokk­ur­inn íslenski var aldrei ráð­andi stjórn­mála­afl eins og jafn­að­ar­manna­flokk­arnir á Norð­ur­lönd­un­um. Meg­in­á­stæðan var klofn­ingur Alþýðu­flokks­ins og stofnun Sós­í­alista­flokks­ins 1938. Sá flokkur var lagður niður með stofnun Alþýðu­banda­lags­ins sem stjórn­mála­flokks árið 1968. Þó að Alþýðu­flokk­ur­inn hafi haft áhuga á að starf­rækja svipað fyr­ir­komu­lag innan almanna­trygg­inga með við­bót­ar­líf­eyri, eins og frændur okkar á Norð­ur­löndum með ATP kerf­un­um, varð mönnum fljót­lega ljóst að hér á landi yrði farin sú leið að til við­bótar grunn­líf­eyris almanna­trygg­inga kæmi sér­stakur elli­líf­eyrir frá líf­eyr­is­sjóð­un­um, eins og var raunin með stofnum líf­eyr­is­sjóða fyrir almennt verka­fólk.

Blekið var varla þornað af und­ir­skrift samn­ing­anna þann 19. maí 1969 þegar menn hófust handa við að und­ir­búa stofnun sjóð­anna enda átti starf­ræksla þeirra að hefj­ast í árs­byrjun 1970. Eitt voru menn strax ein­huga um og það var að ávinnsla líf­eyr­is­rétt­inda yrði sú sama hjá öllum nýju líf­eyr­is­sjóð­unum og að semja þyrfti því sér­staka fyr­ir­mynd­ar­reglu­gerð eða sam­ræmda reglu­gerð um upp­bygg­ingu líf­eyr­is­sjóð­anna og sams konar líf­eyr­is­rétt­indi og ávinnslu þeirra.

Sam­ræmd líf­eyr­is­rétt­indi

Til verks­ins var ráð­inn Guð­jón Han­sen trygg­inga­stærð­fræð­ing­ur. Hann samdi til­lög­urnar sem urðu að veru­leika með ATP við­bót­ar­líf­eyr­is­kerfi Dan­merkur að leið­ar­ljósi. Þessi stað­reynd kemur bæði fram í dokt­ors­rit­gerð Ólafs Ísleifs­sonar um íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina og einnig í umræddri MA rit­gerð Sig­urðar E.Guð­munds­sonar og þarf þá ekki lengur vitn­ana við að íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir koma sem við­bót við grunn­líf­eyri almanna­trygg­inga, en ekki í stað­inn fyrir grunn­líf­eyr­ir­inn.

Við þetta er svo að bæta að árið 1971 var tekin upp sér­stök tekju­trygg­ing. Hún var ekki með neinum frí­tekju­mörk­um. Allar tekjur skertu fjár­hæð tekju­trygg­ing­ar­inn­ar. Það var sífelld bar­átta Alþýðu­sam­bands Íslands að hækka frí­tekju­mark­ið, stóð sú bar­átta allar götur þar til frí­tekju­mörkin voru nán­ast lögð niður frá og með 1. jan­úar 2017. Má því segja að verka­lýðs­hreyf­ingin sé komin aftur á byrj­un­ar­reit.

Sú breyt­ing var einnig gerð haustið 2016 að grunn­líf­eyr­inum og tekju­trygg­ing­unni var steypt saman í einn bóta­flokk, sem nefn­ist nú elli­líf­eyr­ir. Þessi aðgerð var hugsuð sem ein­földun á bóta­kerf­inu, en hefur haft í för með sér að slóð grunn­líf­eyr­is­ins er nú hul­in. Það er baga­legt þegar gerð er sú sann­gjarna krafa að líf­eyr­is­sjóða­tekjur skerði ekki grunn­líf­eyr­inn, eins og nú er gert. Hér má bæta við að líf­eyrir almanna­trygg­inga hefur ekki hækkað í sam­ræmi við launa­tekj­ur, eins og vonir voru bundnar við.

Þróun skerð­ingar

Grunn­líf­eyrir almanna­trygg­inga var ótekju­tengdur frá 1936 til árs­ins 1992 þegar atvinnu­tekjur skertu grunn­líf­eyr­inn. Líf­eyr­is­sjóða­tekjur skertu grunn­líf­eyr­inn 2009 til 2013. Frá árs­byrjun 2017 hafa hins vegar líf­eyr­is­sjóða­tekjur skert grunn­líf­eyr­inn í nýjum bóta­flokki, elli­líf­eyr­ir, eins og framan grein­ir. Afleið­ingin er sú að þús­undir eldri borg­ara hafa ekki fengið til­skil­inn líf­eyri frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins allt frá því að ný lög um almanna­trygg­ingar tóku gildi í árs­byrjun 2017.

Loka­orð

Þessi grein­ar­skrif mín um aðdrag­and­ann að stofnun almennu líf­eyr­is­sjóð­anna í árs­byrjun 1970 gæti alveg eins heitið „Hyl­dýpi gleymskunn­ar“. Ávinnsla líf­eyr­is­rétt­inda spannar starfsævi allra launa­manna hér á landi. Það skiptir því öllu máli að trú­verð­ug­leiki líf­eyr­is­kerf­is­ins byggi á trausti. Þeir sem fjalla um þetta mikla hags­muna­mál þjóð­ar­innar verða að kynna sér sög­una því að for­tíð skal hyggja er fram­tíð skal byggja. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er fjallað um end­ur­mat almanna­trygg­inga. Nú er rétti tím­inn að fara í þá end­ur­skoðun og laga aug­ljósa agn­úa, en þá verða menn líka að kynna sér aug­ljósar sögu­legar stað­reyndir áður en þær verða gleymsk­unni að bráð, þ. á m. að líf­eyr­is­sjóðir sem stofn­aðir voru fyrir 1970 voru einnig hugs­aðir sem við­bót við almanna­trygg­ing­ar.

Hrafn Magnússon

Höf­undur er fyrrv. fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða

DEILA