Ísafjarðarhöfn: 619 tonn landað í febrúar

Hér má sjá sjónvarpsskipið Þorbjörgu í Ísafjarðarhöfn, sem reyndar er Klakkur ÍS.

Skráður landaður afli í Ísafjarðarhöfn varð 619 tonn í febrúar. Eingöngu var um að ræða afla veiddan í botnvörpu.

Páll Pálsson ÍS landaði 253 tonnum eftir 4 veiðiferðir. Stefnir ÍS 103 tonnum. Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 173 tonnum af afurðum. Grænlenski togarinn Ilivileq landaði 79 tonnum af rækju. Þá lönduðu 3 bátar samtals 12 tonnum af rækju.

DEILA