Vesturbyggð: notkun ásætuvarna sé ekki háð umhverfismati

Starfsemi Arctic Fish í Tálknafirði.

Hafna- og atvinnumálaráð Vesturbyggðar hefur fengið erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldu vegna noktunar umhverfisvænna ásætuvarna Arctic Sea Farm í Patreks- og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Það var álit Hafna- og atvinnumálaráðsins að telur að Arctic Fish hafi á fullnægjandi hátt gert grein fyrirhugðum áformum og umhverfisáhrifum þeirra. Miðað við fyrirliggjandi gögn, mælingar og fyrri úrskurð Skipulagsstofnunar í sambærilegu máli telur Hafna- og atvinnumálaráð að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Tilefni þess að fyrirtækið vill nota þessar ásætuvarnir úr kopar er ásætur á nótum í kvíum skapa bæði aukið lífrænt álag, sem og aukið álag á búnað sem eykur slit. Þá veldur háþrýstiþvottur á nótum til að losna við ásætur streitu, skaða og jafnvel afföll á eldisfiskum.

Það sem kann að vera umdeilanlegt er notkunin á kopar og áhrif þess að lífríkið. Í skýrslu Arctic Fish segir að sýnt hafi verið fram á að styrkur kopars eykst ekki við notkun sambærilegra ásætuvarna, og einnig hafa rannsóknir sýnt fram á
að kopar í þeim ásætuvörnum safnast ekki upp í fæðukeðjunni og er því ekki líklegur til að hafa langtíma áhrif á lífríkið.

„Til að lágmarka enn fremur umhverfisáhrif ásamt því að bæta dýravelferð til muna óskar Arctic Sea Farm því eftir heimild í starfsleyfi til að nota umhverfisvænar ásætuvarnir sem innihalda koparoxíð á eldissvæðum sínum.“

Ásætur á kvíum eru vel þekktar í fiskeldi í sjó, að mestu eru þær gróður en aðrar lífverur setjast líka á net og búnað og vaxa þar og valda auka álagi á búnaðinn. Við þessu hefur Arctic Sea Farm, eins og mörg eldisfyrirtæki, brugðist við með reglulegum háþrýstiþvotti á nótum.

DEILA