Tvær meistaraprófsritgerðir um Vestfirði

Lítil flóð féllu í Brellum ofan Patreksfjarðar í dag.

Í vikunni fara fram tvær meistaraprófsvarnir við Háskólasetur Vestfjarða sem fjalla um vestfirsk viðfangsefni úr sitthvorri námsleiðinni við Háskólasetur Vestfjarða, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun.

Báðar fjalla ritgerðirnar um áhrif loftslagsbreytinga á búsetu og náttúrufar á Vestfjörðum. Varnirnar eru opnar almenningi í Háskólasetri Vestfjarða en eru einnig aðgengilegar í fjarfundi (sjá nánar í hlekkjum hér að neðan).

Fimmtudaginn 24. febrúar mun Deirdre Bannan verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun. Ritgerðin ber titilinn „Climate change in the Westfjords, Iceland. A local perspective of a global problem“ eða „Loftslagsbreytingar á Vestfjörðum – Staðbundið sjónarhorn á hnattrænt vandamál.“ Markmið rannsóknarinnar er að greina loftslagsbreytingar á Vestfjörðum og meta möguleg áhrif þeirra á náttúrufar og lífsviðurværi íbúa á svæðinu.

Föstudaginn 25. febrúar mun Frances Simmons verja meistaraprófsritgerð sína í sjávarbyggðafræði. Ritgerðin ber titilinn „Heavy is the Mountain: The tension between place attachment and perceptions of hazards, climate change and place disruption, revealed through virtual walking tours in Patreksfjörður, Iceland.“ Í rannsókninni er sjónum beint að Patreksfirði og fjallað um samspilið á milli staðartengsla, náttúruváa, loftslagsbreytinga og rasks vegna varna. Rannsóknin var framkvæmd með sýndargönguferðum til að kanna sambandið milli staðartengsla og skynjunar landslags.

DEILA