Háskólasetur Vestfjarða vill byggja nemendagarða á Ísafirði

Háskólasetur Vestfjarða kynnti fyrir bæjarráði áform um að byggja nemendagarða á Ísafirði fyrir nemendur setursins. Með nýrri námsleið í byggðafræði hefur nemendum fjölgað úr 30-35 upp í 70-80. Hefur þessi fjölguð valdið vanda í húsnæðismálum, einkum á Eyrinni.

Háskólasetrið hefur því uppi áform um að sækja um fjármögnun nemendagarða fyrir hönd óstofnaðs félags til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Til þess þarf samstarf við sveitarfélagið bæði um stofnframlag og lóð. Beðið verður um aðkomu Ísafjarðarbæjar að stofnframlögum og að húsnæðissjálfseignarstofnun þegar þar að kemur. Háskólasetrið hefur fengið Vestfjarðastofu til þess að vinna fýsileikakönnun varðandi fjármögun og var hún kynnt fyrir bæjarráðnu á mánudaginn. Þá hefur Háskólasetrið ákveðnar hugmyndir um lóð og vilja fá vilyrði bæjarins áður en farið er af stað í teikningar.

Leggja þarf inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í febr/mars.

Bæjarráðið fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.

DEILA