Covid: 46 smit í gær

Fjörtíu og sex smit greindust á Vestfjörðum í gær. Fjórtán smit voru á Ísafirði og 13 í Bolungavík. Fimm smit greindust á Þingeyri, 4 í Súðavík og 2 á Suðureyri. Eitt smit var á hverjum eftirtalinna staða: Hólmavík, Reykhólum, Patreksfirði og Tálknafirði.

Alls eru 142 virk smit í fjórðungnum. Á Ísafirði eru 36 smit, 30 í Bolungavík, 26 á Bíldudal, 15 á Þingeyri og 12 á Patreksfirði. Í Súðavík eru 6 smit, 4 á Flateyri, 3 á Suðureyri, 4 á Dransnesi, 3 á Hólmavík og 2 á Reykhólum.

Alls voru 2.080 smit á landinu öllu í gær.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA