Ísafjarðarbær: ytra mat verður framkvæmt á Eyrarskjóli

Leikskólinn Eyrarskjól. Mynd: Isafjordur.is

Menntamálastofnun hefur ákveðið að fram fari ytra mat á starfsemi leikskólans Eyrarskjóls árið 2022. Markmið ytra mats er að leggja mat á starfsemi leikskólans með hliðsjón af gildandi lögum um leikskóla, reglugerðum og aðalnámskrá. Enn fremur að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla.

Ísafjarðarbær sótti um ytra mat fyrir þrjá leikskóla í Ísafjarðarbæ, Sólborg á Ísafirði, Tjarnarbæ á Suðureyri og Eyrarskjól á Ísafirði. En leikskólarnir Laufás á Þingeyri og Grænigarður á Flateyri voru teknir í ytra mat 2019. 

Eyrarskjól er rekið undir merkjum Hjallastefnunnar. 77 börn á fimm kjörnum á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. eru í leikskólanum.

Leikskólinn Eyrarskjól stendur á hverju ári fyrir umfangsmiklu innra mati sem að nokkru er hluti af reglubundnu innra eftirliti Hjallastefnunnar ehf.

DEILA