Covid19: 10 smit á Patreksfirði í gær

Tíu smit greindust á Vestfjörðum í gær. Þau voru öll á Patreksfirði. Alls eru þá 50 virk smit í fjórðungnum. Á Patreksfirði eru 40 smit og eitt er á Bíldudal. Á Reykhólum er eitt smit. Ekkert smit er nú í Strandasýslu. Á norðanverðum Vestfjörðum eru 10 smit. Fimm þeirra eru á Ísafirði, 2 í Bolungavík og önnur tvö í Súðavík og loks eitt smit á Þingeyri.

Í gær greindust 1.390 smit á landinu. Tuttugu og þrjú þúsund manns eru í einangrun eða sóttkví Á Landsspítalanum eru 32 sjúklingar með covid19 og þar af 3 á gjörgæslu.

DEILA