Beiðni um aðstoð vegna veikinda

Vinkona okkar frá Ísafirði, hún Inga Ósk hefur síðan snemma árs 2019 burðast með sjúkdóm sem hefur herjað á lifrina hennar. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikilvæg lifrin er fyrir líkamann, fyrr en einmitt hún bregst. Enginn veit hvað átt hefur… og allt það. Þrátt fyrir veika lifur hefur Inga staðið sína pligt í vinnu, á heimili og líka í skóla.

Frá því í vor hefur verið ljóst að Inga þyrfti nýja lifur og í haust fór að halla all verulega undan fæti. Það voru því miklar og góðar fréttir sem bárust undir lok nóvember þegar lifur sem gæti passað fannst. Inga var drifin til Gautaborgar í aðgerð sem tók á. Eftir einhverja tvísýna daga ytra og töluvert magn lyfja virðist lifrin ætla að plumma sig og Inga fékk heimferðarleyfi um miðjan desember. Hún nýtur nú aðhlynningar á Landspítalanum.

Þó svo að framundan sé vonandi betri tíð er björninn ekki unninn. Við tekur langur og krefjandi tími endurhæfingar og uppbyggingar. Á sama tíma og við fögnum nýrri lifur og brosandi Ingu Ósk þá er sjálfsofnæmið enn til staðar og líkt og áður er lifrin undir.

Allt þetta stríð, sigrar og ósigrar kosta mikla orku, og reynir á Jónas manninn hennar, krakkana og fólkið þeirra auk Ingu sjálfrar sem verður frá vinnu í þónokkurn tíma.

Til að létta aðeins undir með hjartahlýju, jákvæðu, duglegu og stórskemmtilegu vinkonu okkar, langar okkur vinina að beina góðum óskum og fjölda boða um hjálp í farveg sem nýtist. Því höfum við stofnað lítinn söfnunarreikning hvert fólk getur sent aðstoð, eftir efnum og aðstæðum hvers og eins. Þá gæti líka komið sér vel ef fólk deildi þessum litla pósti áfram.

Reikningsnúmerið er: 0511-14-010015 kt: 180186-2129 (Jónas Þorkelsson)

En þó brekkan sé brött er gamalt kjörorð okkar vinanna okkur ofarlega í huga: Ekki tapa gleðinni.

Nokkrir vinir Ingu frá grunnskóla og menntaskólaárum á Ísafirði

DEILA