Samfylkingin mótmælir hækkun á gjaldskrá Póstsins

Félagsfundur Samfylkingarinnar á Vestfjörðum, sem haldinn var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær, miðvikudaginn 10. nóvember 2021,

mótmælir harðlega þeim hækkunum Póstsins sem settar eru á landsbyggðina með nýrri gjaldskrá sem tók gildi 1. nóvember s.l.

Í ályktuninni segir að með þessari hækkun sé fólkinu í landinu mismunað.

„En fram til þessa dags hefur verðskrá hins opinbera fyrirtækis miðast við að sama verð gildi um allt land, líkt og krafa löggjafans hefur verið. Í sumar var lögum breytt þannig að póstinum er óheimilt að hafa sama verð um land allt. Fundurinn skorar á löggjafann að endurskoða afstöðu sína.“

Fundurinn lýsir yfir vonbrigðum sínum með framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og hvetur stjórnvöld til að leysa málið sem fyrst., þannig að sátt ríki um kosninguna.

DEILA