Hóll Hvilftarströnd: fær loksins framkvæmdaleyfi fyrir rafstöð og vegi

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fimtudaginn frakvæmdaleyfi fyrir fyrir aðkomu að býlinu með lagningu héraðsvegar, tengingu við fjarskipta- og raforkukerfi, inntaksmannvirkis fyrir heimarafstöð og fallpípu á jörðinni Hóll á Hvilftarströnd.

Málið hefur verið að velkjast í bæjarkerfinu frá fyrri hluta síðasta árs. Í júní 2020 hafnaði skipulags- og mannvirkjanefnd Isafjarðarbæjar erindi eiganda jarðarinnar um heimild til þess að reisa rafstöð og taldi þörf á því að deiliskipuleggja svæðið áður. Í rökstuðningi nefndarinnar sagði að í aðalskipulagi væri heimilað að reisa þrjú frístundahús. Þessu vildu eigendurnir ekki una og töldu nefndina fara jarðavillt og svör hennar frá því október 2020 ættu við um Hól í Firði en ekki á Hvilftarströnd.

Nú virðist vera komin niðurstaða í málið. Ný umsókn var lögð inn í október 2021 um framkvæmdaleyfi sem svo hefur verið samþykkt.

DEILA