Þingeyri: óttast hreppaflutninga

Fram kemur hjá þeim sem Bæjarins besta hefur haft samband við að þeir óttast að Ísafjarðarbæ muni aðeins veita leigjendum í Fjarðargötu 30 sem ekki kaupa íbúðir sem þeir leigja þá aðstoð að benda á laust húsnæði annars staðar í sveitarfélaginu ef það finnst. Ekkert laust húsnæði mun vera til á Þingeyri hvorki til leigu né kaups. Leigjendur eigi þá aðeins þann kost að flytjast frá Þingeyri nauðugir.

Í leiguíbúðunum níu „búa 86 ára kona, 67 ára kona, 2 einstæðar mæður og börn, öryrki hennar maður og börn og svo Pólverjar og annað erlent fólk sem býr í hinum fjórum íbúðunum.“

Þá er kvartað undan slælegu viðhaldi blokkarinnar á undanförnum árum og sagt að myglusveppur hafi fundist í blokkinni.

Í bréfi fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf til leigjendanna, sem Bæjarins besta hefur undir höndum, er ekki minnst á það að staða hvers leigjanda verði metin og að FastÍs muni eiga áfram íbúðir ætlaðar fólki sem þurfi aðstoðar sveitarfélagsins, en það kom hins vegar fram í svari bæjarfélagsins til Bæjarins besta.

Þetta svar er skilið svo að þeim, sem þetta á við, verði fundið annað húsnæði sem muni verða annars staðar í sveitarfélaginu.

Mynd af jákvæðu myglusýni sem tekið var innúr túðu í loftræstikerfinu í Fjarðargötu 30.