Fiskeldi: útflutingstekjur þrefölduðust á fjórum árum

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða þreföldun tekna eða um 20 milljarða króna aukningu.

Þetta kom fram í samantekt Deloitte á sjávarútvegsdeginum 2021, ráðstefnu SFS sem haldin var í morgun. Það var Jónas Gestur Jónasson sem kynnti samantekt um stöðu fiskeldisins.

Eigið fé 52% af eignum – 36 milljarðar króna

Fiskeldisfyrirtækin eru vel fjármögnuð samkvæmt samantektinni. Hrein eigið fé fyrirtækjanna er 36 milljarðar kr+ona og er 52% af efnahagsreikningi.

Rekstur fiskeldisins hefur verið í járnum frá 2016. Samanlagt tap fyrir árin 2016 – 2020 er 1,7 milljarðar króna af um 105 milljarða króna tekjum á sama tímabili. Árið 2019 var lítilsháttar hagnaður og síðasta ári var afkoman í 0.

Framlegið hefur síðustu tvö árin verið mun betri en árin þrjú á undan. Árið 2019 var hún 22% af tekjum og í fyrra 2020 var framlegðin 15%.

DEILA