Matreiðslumaðurinn Guðmundur H. Helgason, sem um árabil var með rekstur á Núpi og Ísafirði ásamt bróður sínum verður fyrir vestan um næstu helgi og verður gestakokkur á Edinborg Bistro. Í tilefni þess verður 3 rétta tilboð um helgina á föstudag og laugardag.
Matseðillinn er girnilegur eins og vænta má.
Í forrétt verður Skelfisksúpa að hætti Gumma. Í aðalrétt verður svo Heilsteikt nautalund borin fram með heimalagaðri bernaise sósu, trufluskotinni sætkartöflumús, rótargrænmeti og kryddjurtum. Og í eftirrétt verður Súkkulaði brownie með gin og lime ís.