Bolungavík: jafnlaunastefna hefur verið samþykkt

Bolungavíkurkaupstaður samþykkti jafnlaunastefnu fyrir sveitarfélagið þann 14. september síðastliðinn. Samkvæmt reglugerð frá 2018 hefur sveitarfélagið tíma til loka árs 2021 til þess að innleiða samþykktina.

Jón Páll Halldórsson, bæjarstjóri segir að Bolungarvíkurkaupstaður hafi unnið markvisst undanfarið ár að jafnlaunavottun fyrir sveitarfélagið.

„Við fengum ráðgjafa frá PWC til að vinna ferlið með okkur og stilla upp öllum forsendum. Við fengum svo Icert vottunarstofu til að votta ferlið. Jafnlaunastefna er tilbúinn og staðfest í bæjarstjórn og vinnan við innleiðingu á lokastigi. Öll okkar vinna miðast við að klára vottunarferlið fyrir áramót innan þess frests sem okkur er gefin af stjórnvöldum. Það eru því littlar sem engar líkur á því að Bolungarvíkurkaupstaður sé ekki innan laga og reglugerðar um jafnlaunavottun.“

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu sagði í Frettablaðinu 9. október að 16 sveitarfélög hefðu trassað að klára jafnlaunavottun sem þau áttu að ljúka fyrir tveimur árum og ættu á hættu að vera beitt dagsektum um næstu áramót. Meðal þeirra voru þrjú sveitarfélög á Vestföðrum Bolungavíkurkaupstaður, Strandabyggð og Reykhólahreppur.

Í reglugerð félags- og jafnréttimálaráðherra frá 9. nóv 2018 segir að :

„Fyrirtæki og stofnanir þar sem 90–149 starfsmenn starfa að jafnaði á árs­grundvelli skulu hafa öðlast vottun skv. 4. mgr. 19. gr. eða staðfestingu skv. 5. mgr. 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla á jafnlaunakerfi og framkvæmd þess eigi síðar en 31. desember 2021.

Fyrirtæki og stofnanir þar sem 25–89 starfsmenn starfa að jafnaði á árs­grundvelli skulu hafa öðlast vottun skv. 4. mgr. 19. gr. eða staðfestingu skv. 5. mgr. 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla á jafnlaunakerfi og framkvæmd þess eigi síðar en 31. desember 2022.“

DEILA