Vestfirðir: 544 m.kr. úr Jöfnunarsjóði til lækkunar fasteignaskatta

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlaga úr sjóðnum vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2022. Alls verður 4.859 milljörðum veitt til sveitarfélaga um landið og þarf af renna 544 milljónir króna til sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Síðustu 20 ár hefur þetta fyrirkomulag verið við lýði en um aldamótin ákvað Alþingi að álagnarstofn fasteignaskatts yrði fasteignamat á hverjum stað í stað þess að leggja á uppreiknað fasteignamat miðað við Reykjavík. Þessi breyting leiddi til þess að fasteignaeigendur greiddu lægri fasteignaskatt. Sveitarfélögunum var bætt upp tekjutapið með framlögum úr Jöfnunarsjóði. Í raun kemur fjármagnið úr ríkissjóði.

Ísafjarðarbær fær hæstu framlögin á Vestfjörðum nærri 260 m.kr. og Árneshreppur þau lægstu 8,3 m.kr.

Áætlað fasteignaskattsframlag 2022
sveitarfélagáætlað framlag 2022 m.kr.
Bolungavík68,7
Ísafjarðarbær259,6
Reykhólahreppur23,9
Tálknafjörður 30,9
Vesturbyggð80,3
Súðavík24,5
Árneshreppur8,3
Kaldrananeshreppur11,5
Strandabyggð36,7
544,4

Hæst eru framlögin til sveitarfélaga á Suðurlandi 1085 m.kr. og 975 m.kr. til Norðurlands eystra.

DEILA