Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á morgun laugardag

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið á hinum ýmsu stöðum á Íslandi og erlendis á morgun laugardaginn 11. september.

Fyrsta Kvenna­hlaup­ið var hald­ið árið 1990. Upp­haf­lega var markmið hlaups­ins að fá fleiri kon­ur út að hreyfa sig og að hvetja kon­ur til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar á Ís­landi. Þau markmið hafa um margt náðst þar sem kon­ur hreyfa sig mun meira í dag en fyr­ir 30 árum, ís­lensk­ar íþrótta­kon­ur eru að ná frá­bær­um ár­angri á heimsvísu og marg­ar kon­ur í for­svari fyr­ir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lend­is.

Í dag er áhersl­an ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sín­um for­send­um og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vin­um.

Hlaup­ið er ár­viss við­burð­ur hjá mörg­um kon­um sem taka dag­inn frá til að hlaupa með dætr­um, mæðr­um, ömm­um, systr­um, frænk­um og vin­kon­um sín­um og marg­ir karl­menn slást líka í hóp­inn.

Kon­ur á öll­um aldri taka þátt í Kvenna­hlaup­inu, allt frá litl­um stelp­um í kerr­um til langamma þeirra. Hver kona tek­ur þátt á sín­um for­send­um og all­ir eiga að geta fund­ið vega­lengd við sitt hæfi. Það er því eng­in tíma­taka í hlaup­inu held­ur lögð áhersla á að hver komi í mark á sín­um hraða, með bros á vör.

Hlaupið verður á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum:

  • 380 Reyk­hóla­hreppur
  • 400 Ísa­fjörð­ur
  • 425 Flat­eyri
  • 430 Suður­eyri
  • 451 Vest­ur­byggð, Barða­strönd
  • 460 Tálkna­fjörður
  • 470 Þing­eyri
  • 500 Stað­ur
  • 510 Hólma­vík
  • 520 Drangs­nesi
DEILA