Ísafjörður: fyrirtækjamót KUBBA í pútti

Fyrirtækjamót 2021 hjá Kubba íþróttafélagi  eldri borgara á Ísafirði  í pútti var haldið 14.sept. s.l..

Í mótinu tóku þátt 17 fyrirtæki.  Keppendur voru bæði félagar úr Kubba og frá fyrirtækjunum sjálfum.

Fyrirtækjamótið er helsta fjáröflun félagsins.

Sigurvegari í ár var Orkubú Vestfjarða og fyrir þeirra hönd keppti Elías Sveinsson.

Í öðru sæti var Dokkan – Brugghús og þar keppti Heiðar Guðmundsson og

í þriðja sæti var Hraðfrystihúsið  Gunnvör og þar keppti Finnur Magnússon.

Kubbi þakkar öllum sem þátt tóku í mótinu  bæði fyrirtækjum og þátttakendum.

Elías Sveinsson

DEILA