Fundir um framtíðarsýn í fiskeldi á Vestfjörðum

Vestfjarðastofa stendur fyrir fundum á Patreksfirði og á Ísafirði um framtíðarsýn í fiskeldi á Vestfjörðum. Fundurinn á Patreksfirði verður á mánudaginn og Ísafjarðarfundurinn daginn eftir.

Meðal ræðumanna verða framkvæmdastj+orar fiskeldisfyrirtækjanna, bæjarstjórar og fulltrúra frá Atvinnuvegaráðuneytinu, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Vestfjarðastofu.

„Það eru allir aðilar sammála um að efla samtalið á milli sveitarfélaganna og fiskeldisfyrirtækjanna.  Það er mikilvægt að þessi nýja atvinnugrein sé í sátt við umhvefi og samfélög og nú gefst íbúum tækifæri til að kynna sér stöðuna og ræða sameiginlega framtíðarsýn á Vestfjörðum“ segir í tilkynningu frá Vestfjarðastofu.

Forsaga málsins er að sveitarfélögin Bolungavík, Ísafjörður, Strandabyggð, Súðavík, Tálknafjörður og Vesturbyggð skrifuðu undir samfélagssáttmála um fiskeld 15. júlí 2021 en verkefnið er í umsjón Vestfjarðastofu.

Tilgangur sáttmálans er að standa sameiginlega að hagsmunagæslu í fiskeldi og tengdum atvinnugreinum á Vestfjörðum með það að markmiði að efla atvinnulíf og mannlíf með heildarhagsmuni Vestfjarða að leiðarljósi.

Hvatt er til þess að skrá sig á fundina á slóðinni https://www.vestfirdir.is/…/framtidarsyn-i-fiskeldi-1 á síðu Vestfjarðastofu því enn þarf að skrá alla vegna sóttvarna.

DEILA