Sjálfstæðisflokkurinn: styður uppbyggingu fiskeldis

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða & landsáætlun inniviða.

Bæjarins besta hefur sent oddvitum allra framboðslista í Norðvesturkjördæmi þrjár spurningar um stefnuna í þremur mikilvægum málum Vestfirðinga, fiskeldi, virkjunvatnsafls og vegagerð í Gufudalssveit.

Hér koma svör Þórdísar K. Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Varðandi virkjanahugmyndir þá eru það Hvalárvirkjun og Austurgilsvirkjun sem eru í nýtingarflokki í Rammaáætlun og svo er það Vatnsfjarðarvirkjun sem Orkubú Vestfjarða hefur áhuga á að láta rannsaka frekar og jafnvel ráðast í.

Hver er afstaða þín og/eða flokksins til þessara virkjunarkosta?

Svör:

Afstaða mín er einföld. Það vantar einfaldlega orku á Vestfirði og það þarf að ráða bót á því. Græna orkan þarf að geta farið um Vestfirði til þess að byggja upp, auka samkeppnishæfni svæðisins, ráðast í orkuskipti í þágu alvöru loftslagsaðgerða og skapa verðmæti. Ég styð það að hagkvæmir og skynsamlegir virkjanakostir verði að veruleika, þar á meðal þessir. Þá tel ég að virkjun í Vatnsfirði eigi ekki að breyta neinu um þau áform að stofna þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum.

 

Það er ekki hægt að kalla eftir orkuskiptum en vera ekki tilbúin í skiptin. Þetta er ekki allt fyrir ekkert heldur græn orka til að skipta út díselvaraafli, ráðast í orkuskipti í atvinnuvegum og mæta aflþörf á Vestfjörðum.

 

 

Vegagerð í Gufudalssveit er hafin og á dögunum var lokið samningum við landeigendur. Málið hefur verið umdeilt og verið nærri 20 ár í deiglunni.

Munt þú eða flokkurinn styðja þetta mál eða leitast við að fara aðra leið?

Svör:

Við höfum barist fyrir vegagerð um Gufudalssveit í (alltof) mörg ár. Að sjálfsögðu munum við fylgja því fast eftir. Blessunarlega erum við sjá til lands með þessar framkvæmdir og tryggja verður að það klárist og ráðast í önnur brýn verkefni á Vestfjörðum og kjördæminu öllu. 

 

Laxeldi í vestfirskum fjörðum er orðinn stór atvinnuvegur og getur á næstu árum tvöfaldast með nýjum framleiðsluleyfum.

Munt þú og/eða flokkurinn styðja við uppbygginguna og hver er stefnan varðandi þennan atvinnuveg?

Svör:

Ég styð uppbyggingu fiskeldis eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert og mun halda áfram að gera. Verkefnið snýst um að skapa skilyrði til uppbyggingar og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu, af ábyrgð við umhverfið og villta nytjastofna.

 

 

DEILA