Hvetjandi: eignir 251 m.kr.

Hvetjandi hefur fjárfest í Galdri Brugghúsi ehf.

Eignir Hvetjanda hf eignarhaldsfélags voru um síðustu áramót 251 m.kr. Um helmingur þess 126 m.kr. voru í fjárfestingarverðbréfum og 125 m.kr. voru handbært fé. Skuldir voru óverulegar. Hagnaður varð af rekstri síðasta árs upp á 7 m.kr. sem voru fyrst og fremst vaxtatekjur.

Ekkert var selt af verðbréfum á árinu og keypt var fyrir 483 þús kr. Helsta eign félagsins er í Íslandssögu ehf , Norðureyri ehf ,Snerpu og Virknihúsum ehf.

Byggðastofnun er stærsti hluthafinn í Hvetjanda ehf með 38,17% eignarhlut. Ísafjarðarbær á 19,1%, Vestinvest 16,6% og Landsbankinn 14%.

Aðalfundur félagsins er boðaður 14. maí og veitt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bæjarstjóra umboð til þess að fara á fundinn og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.

DEILA