Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur ákveðið að bjóða upp á bólusetningar barna á aldrinum 12-15 ára.
Dagana 24. og 31. ágúst verður boðið upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 12 – 15 ára á norðanverðum Vestfjörðum.
Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech. og verður bólusett í matsal Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði.
Foreldrar/forráðamenn fá boð um bólusetningu í gegnum Mentor. Foreldrar/forráðamenn sem þiggja bólusetningu fyrir börn þurfa að fylgja barni í bólusetningu eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð (börn í sömu fjölskyldu geta mætt saman). Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning seinna í haust.
24. ágúst
Kl. 10:00 Suðureyri og Þingeyri árgangar 2006, 2007 og 2008
Kl. 10:30 Bolungarvík árgangur 2006 og börn fædd í jan – júní 2007
Kl. 11:00 Bolungarvík börn fædd í júlí – desember 2007 og árgangur 2008
Kl. 11:30 Flateyri og Súðavík árgangar 2006, 2007 og 2008
Kl. 13:00 Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd janúar – júní
Kl. 13:30 Ísafjörður árgangur 2006 börn fædd júlí – desember
Kl 14:00 Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd janúar – júní
Kl. 14:30 Ísafjörður árgangur 2007 börn fædd júlí – desember
Kl. 15:00 Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd janúar – júní
Kl.15:30 Ísafjörður árgangur 2008 börn fædd júlí – desember
31. ágúst
Kl. 10:00 Ísafjörður börn fædd fyrir 1. september 2009
Kl. 10:30 Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri, börn fædd fyrir 1. september 2009
Upplýsingar um suðursvæði Vestfjarða koma fyrir lok vikunnar.