HVEST: síðustu bólusetningar fyrir sumarfrí

Frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða , Ísafirði. Mynd: Hvest.

Síðustu bólusetningar á Vestfjörðum fyrir sumarfrí verða á morgun, á miðvikudaginn og á fimmtudag.

Á norðanverðum Vetsfjörðum verður bólusett á morgun á Ísafirði kl 10 með Janssen bóluefninu. Allir velkomnir sem eru orðnir 18 ára. Þetta efni hentar ekki þunguðum konum. Þeir sem hafa fengið Covid eru velkomnir í þessa bólusetningu.

Á miðvikudaginn 14. júlí verður bólusett með Astra Zeneca. Boðað verður í seinni sprautu Astra Zeneca. Þetta er síðasti dagur með Astra Zeneca fyrir sumarfrí og ekki víst að það komi aftur eftir sumarfrí. Því er mikilvægt að allir sem eiga eftir að fá seinni sprautu með Astra Zeneca mæti.

Fimmtdaginn 15. júlí kl 10 er það Pfizer. Síðasti bólusetningadagur fyrir sumarfrí. Mikilvægt að allir sem eiga eftir að fá Pfizer komi þegar þeir fá boð.

Á sunnanverðum Vestfjörðum er síðasti bólusetningadagurinn á heilsugæslunni á Patreksfirði fyrir sumarfrí næsta miðvikudag þann 14. júlí. Þá verður bólusett seinni skammtur af Pfizer og allir sem fá boð eru hvattir til að mæta.

DEILA