Fasteignaskattur viðmiðunarhúss hæstur á Ísafirði

24 hæstu marssvæðin í fasteignaskatti.

Fasteignaskattur viðmiðunarhúss Byggðastofnunar er hæstur á landinu í eldra hverfi á Ísafirði. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 fermetrar að grunnfleti og 476
rúmmetrar. Stærð lóðar er 808 fermetrar. Samkvæmt skýrslu Þjóðskrár Íslands sem gerð var fyrir Byggðastofnun er fasteignamat hússins og lóðar á þessum stað 36 m.kr. Álagður fasteignaskattur ársins 2021 á þetta hús er 205.425 kr. Álagningarprósentan er 0,56% af fasteignamati.

Alls er landinu skipt í 96 matssvæði og eru í sumum sveitarfélögum fleiri en eitt matssvæði. Þannig eru t.d. 6 matssvæði í Ísafjarðarbæ og einnig nokkur í Reykjavík.

Það er fasteignamatið og álagningarprósentan sem ráða því hversu hár fasteignaskatturinn er. Fasteignamatið reiknar Þjóðskrá Íslands út árlega fyrir hvert matssvæði og sveitarstjórnir ákvarða álagningarprósentuna. Hún er mjög breytileg eftir sveitarfélögin, lægst í Reykjavík 0,18% af íbúðarhúsnæði og hæst 0,625% í allmörgum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Í Bolungavík er hún 0,625%, í Vesturbyggð 0,45% og 0,5% í Strandabyggð svo dæmi séu nefnd.

Í skýrslunni eru gefnar upp tölur fyrir 12 byggðarlög á Vestfjörðum og 10 þeirra gefa fasteignaskatt sem er meðal þess lægsta á landinu, frá Bolungavík í 70. sæti til Súðavíkur sem er í 94. sæti.  Reykhólar og Drangsnes er ekki að finna í skýrslunni.

Fasteignaskattur 2021 – Viðmiðunarhús – Byggðastofnun
matssvæði fastskattur
Ísafjörður eldri byggð 1. 205.425
Ísafjörður nýrri byggð 6. 190.467
Bolungavík 70. 115.019
Hólmavík 82. 95.665
Patreksfjörður 83. 93.902
Hnífsdalur 84. 91.784
Tálknafjörður 85. 91.635
Þingeyri 87. 89.818
Suðureyri 88. 85.165
Bíldudalur 90. 83.228
Flateyri 92. 81.194
Súðavík 94. 71.514
DEILA