Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Viðreisn hefur nú gengið frá framboðslista sínum í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fara fram þann 25. september.

Fyrsta sæti listans skipar Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Í 2. sæti er Bjarney Bjarnadóttir, kennari á Akranesi.

Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.

Annars er listinn þannig skipaður:

1. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Bolungarvík
2. Bjarney Bjarnadóttir, kennari. Borgarnes
3. Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Akranes
4. Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi. Ísafjarðarbær
5. Egill Örn Rafnsson, tónlistarmaður og nemi í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst. Bifröst
6. Edit Ómarsdóttir, verkefnastjóri Icelandic Startups. Akranes
7. Pétur Magnússon, húsasmiður. Ísafjarðarbær
8. Svandís Edda Halldórsdóttir, lögfræðingur. Akranes
9. Alexander Aron Guðjónsson, rafvirki. Akranes
10. Auður Helga Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Ísafjarðarbær
11. Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri. Stykkishólmur
12. Lee Ann Maginnis, kennari og lögfræðingur. Blönduós
13. Magnús Ólafs Hansson, húsgagnasmíðameistari. Akranes
14. Ragnheiður Jónasdóttir, forstöðumaður. Akranes
15. Pétur G. Markan, fyrrv. sveitarstjóri og formaður Vestfjarðastofu. Samskiptastjóri. Hafnarfjörður
16. Sigrún Camilla Halldórsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði. Ísafjarðarbær

DEILA