Arion banki á sunnanverðum Vestfjörðum

Í næstu viku verða fulltrúar frá Arion banka á ferð um sunnanverða Vestfirði. Tveir starfsmenn bankans munu taka á móti einstaklingum í þjónustu og ráðgjöf og fara í fyrirtæki á svæðinu.

Þeir verða á Bíldudal í Gamla Skólanum frá kl 10 – 16 miðvikudaginn 23. júní og á Patreksfirði fimmtudaginn 24. júní á sama tíma kl 10 – 16 í Ólafshúsi (Aðalstræti 5).

Sindri Sigurgersson, útibússtjóri Arion banka í Borgarnesi sagði í samtali við Bæjarins besta að ferðin væri liður í því að auka þjónustu við sunnanverða Vestfirði, en bankinn hefur ekki haft útibú þar.

Nokkur uppgangur er á svæðinu með vaxandi styrk fiskeldisfyrirtækjanna og fólki fjölgar umfram landsmeðaltal.

Hægt er að bóka tíma á netfanginu vestfirdir@arionbanki.is