Umhverfisbreytingar í Góðvonarfirði á Grænlandi

Elaina O’ Brien ver meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun.

Á morgun, miðvikudaginn 12. maí, kl. 13:00, mun Elaina O’ Brien verja meistaraprófsritgerð sína í haf og strandsvæðastjórnun. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi en vegna samkomutakmarkana af völdum COVID-19 getur takmarkaður fjöldi sótt viðburðinn í Háskólasetrinu. Vörnin verður einnig aðgengileg á Zoom.

Ritgerðin ber titilinn „ Recent environmental change as recorded in Godthåbsfjorden sediments, Western Greenland.“

Fyrsti leiðbeinandi er dr. Matthias Paetzel, dósent við Umhverfisfræðideild Høgskulen på Vestlanded í Noregi. Annar leiðbeinandi er dr. Diana Krawczyk, vísindakona við Loftslagsrannsóknastofu Grænlands. Prófdómari er dr. Marit-Solveig Seidenkrantz, professor í jarðvísindum við Háskólann í Árósum, Danmörku.

Útdráttur

Umhverfis- og loftlagsáhrif eru bersýnileg úr sjö setkjörnum teknum í Góðvonarfirði (d. Godthåbsfjord) á vesturhluta Grænlands. Sýni (e. smear slides) úr setkjörnunum gefa til kynna hlutfallslega aukningu á minnstu kornastærðunum (silt og leir) sem og aukningu á lífrænum efnum upprunnum ofan af landi síðastliðna áratugi. Þetta á sérstaklega við um sýni tekin við jökultungur austur við Grænlandsjökul, og sýnum milli skriðjöklanna og fjarðarmynnis Góðvonarfjarðar við Nuuk.

Breytingar í setkjarna eru upprunnin frá hörfandi jökli vegna bráðnunar hans og vegna rofs á berangri sem nýlega hefur komið undan jökli ásamt nýlegri gróðurþekju svæðisins. Þungmálmar, PAH og PCB mældust í litlu magni, að nikkeli undanteknu sem mældist yfir mengunarmörkum en það finnst náttúrulega í bergi umhverfis Góðvonarfjörð.

Áhrif þungmálmamengunar í setkjarnasýnum fyrir miðju- og vesturhluta fjarðanna fylgir dreifingu minnstu kornastærða og lífrænum efnum af meginlandinu sem bendir til að uppruni mengunnar eru ættaður úr seti af meginlandinu og frá bæjarkjörnum Nuuk, Qoornoq og Kapisillit. Áhrif þungmálma í setkjörnum frá eystri hlutanum eru upprunnin úr grófari kornastærðum (silt og sandur) og lífrænum efnum úr sjávarvistkerfum, sem benda til uppruna frá loftbornu seti sem safnast hefur á Grænlandsjökli og borist með ísstraumum jökulsins til sjávar.

Niðurstöður mælinga benda til mögulegrar þungmálmamengunar í setmyndun Góðvonarfjarðar í framtíðinni vegna hröðunar á setmyndunarferlum af völdum hlýnun jarðar.

DEILA