Fyrirhugað er að gefa út nýja Ferðagjöf stjórnvalda í sumar og verður fjárhæðin sú sama og árið 2020, þ.e. 5.000 kr. fyrir einstaklinga fædda 2003 eða fyrr. Enn verður hægt að nota ónýttar Ferðagjafir, útgefnar árið 2020, til 31. maí 2021, en eftir það falla þær niður við endurnýjun Ferðagjafar 2021.
Ferðagjöfin er hluti af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda til að byggja enn frekar undir íslenska ferðaþjónustu, en fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýtt hafa efnahagsúrræði stjórnvalda undanfarið ár, enda hefur greinin orðið fyrir búsifjum umfram aðrar greinar.
Gjöfin sem er hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar til að efla efnahagskerfið og draga úr þeim neikvæðum áhrifum sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft í för með sér á atvinnulífið, þá sér í lagi íslenska ferðaþjónustu.
Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja á síðasta ári en frá gildistöku laganna í júní 2020 þar til í apríl 2021 höfðu tæplega 200 þúsund einstaklingar sótt Ferðagjöfina af þeim 280 þúsund sem fengu hana útgefna.