Náttúrustofa Vestfjarða: 100 m.kr. tekjur

Frá starfi Náttúrustofu Vestfjarða. Mynd:nave.is

Ársreikningur 2020 fyrir Náttúrustofu Vestfjarða hefur verið lagður fram. Rekstrartekjur urðu 100 m.kr. Þar af voru framlög ríkis og sveitarfélaga til rekstursins 27 m.kr. Seld þjónusta var 39 m.kr. og styrkir 23 m.kr.

Resktrargjöld voru 96 m.kr. Langstærsti útgjaldaliðurinn eru laun og tengd gjöld 77 m.kr. Meðalstarfsmannafjöldi voru 9 manns. Hagnaður ársins varð 6 m.kr.

Náttúrustofan rekur Sjóminjasafnið Ósvör og Náttúrugripasafn Bolungarvíkur samkvæmt samningum við
Bolungarvíkurkaupstað. Fjárhagur safnanna er aðskilinn rekstri stofunnar.

Náttúrustofa Vestfjarða starfar í samræmi við lög nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur,
með síðari breytingum og samkvæmt rekstrarsamningi milli Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar,
Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar annars vegar og umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins hins vegar frá 29. apríl 2019.

Stjórn náttúrustofa er skipuð af rekstrarsveitarfélögum. Stjórnarformaður er Smári Haraldsson og með honum í stjórn eru Guðrún Anna Finnbogadóttir og Sigríður Gísladóttir.

Sigurður Halldór Árnason er forstöðumaður.

DEILA