Matvælastofnun afturkallar rekstrarleyfi Arctic Sea Farm í Skötufirði

Arctic Sea Farm fékk úthlutað rekstrarleyfi FE-1113/IS-36121 í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 26. nóvember 2012.

Engin starfsemi hefur átt sér stað frá útgáfu leyfisins.

Því hefur Matvælastofnun, að undangengnum úrbótafresti og með vísan til 15. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi, ákveðið að fella úr gildi rekstrarleyfi Arctic Sea Farm í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi frá og með 5. maí 2021.

DEILA