Lija Rafney tekur annað sætið

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm tilkynnti á landsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag, að hún myndi taka annað sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar.

Bjarni Jónsson, varaþingmaður hafði betur í forvali flokksins og vann fyrsta sætið af Lilju Rafney. Í kjölfarið sagði Lilja Rafney í samtali við RUV að sér fyndist ekki leikreglurnar vera endilega heiðarlegar né lýðræðislegar í sjálfu sér, að fjöldi manns komi inn og kannski fari út strax að forvali loknu, og umhugsunarefni til framtíðar hvort þetta væri leiðin til þess að velja fólk á lista. Tók hún sér tíma til þessa íhuga stöðu sína.

DEILA