Bolungavíkurhöfn: 1109 tonna afli í apríl

Alls var landað 1109 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði. Sem fyrr var Sirrý ÍS aflahæst með 542 tonn eftir 6 veiðiferðir. Dragnótabátarnir Ásdís ÍS og Finnbjörn ÍS voru samtals með 82 tonn, þar af var Ásdís ÍS með 70 tonn.

Þrír handfærabátar lönduðu um 7 tonnum og sjö línubátar voru með um 480 tonn. Otur II ÍS var þeirra aflahæstur með um 152 tonn, Einar Hálfdáns ÍS landaði 122 tonnum, Jónína Brynja ÍS 75 tonn , Siggi Bjartar ÍS var með 53 tonn, Guðmundur Einarsson ÍS 46 tonn, Indriði Kristins BA fékk 11 tonn í einum róðri og Sörli var með 11 tonn í sjö róðrum.