Tálknafjörður: sveitarstjóraskiptin í fyrra kostuðu 5,75 m.kr. í hærri launakostnaði

Sveitarstjóraskiptin á Tálknafirði í fyrra kostuðu sveitarsjóð 5,75 m.kr. í auknum launum samkvæmt viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem samþykkt var í nóvember sl. Auk þess var í viðaukanum samþykkt hækkun á aðkeyptri þjónustu um 2 m.kr. Ekki er ljóst hvort sú hækkun tengist sveitarstjóraskiptunum. Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri hefur ekki enn svarað fyrirspurnum Bæjarins besta um skýringar á þessum kostnaði við sveitarstjóraskiptin.

Þá hafa Bjarnveig Guðbrandsdóttir, sem var starfandi sveitarstjóri um tíma og Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri ekki orðið við ítrekuðum óskum Bæjarins besta frá því í febrúar 2020 um afrit af ráðningarsamningum fyrrverandi og núverandi sveitarstjóra.

DEILA