Freydís Kristjánsdóttir hlýtur Barnabókaverðlaunin fyrir myndlýsingar í bókinni Sundkýrin Sæunn. Sögur útgáfa gaf út. Í rökstuðningi valnefndar segir m.a.;
– Myndir Freydísar eru listilega unnar, hrífandi og vinna vel með textanum og hvort tveggja vísar á skemmtilegan hátt í sígildar íslenskar barna- og þjóðsögur. Myndirnar eru í raunsæisstíl, unnar með vatns-/gvasslitum, og ber færni Freydísar vitni. Hún hefur frábært vald á þeim miðli sem hún hefur valið sér og um leið mikla næmni við að túlka dýr og menn.
Höfundur bókarinnar er Flateyringurinn Eyþór Jóvinsson.
Á myndinni má sjá höfund ásamt helstu persónum bókarinnar.Hægt er að nálgast eintak af bókinni inn á vefverslun Gömlu Bókabúðarinnar: www.GamlaBokabudin.is